![Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, Orri Hauksson, forstjóri Símans, Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone og Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, á fundi Landsbankans um horfur á fjarskiptamarkaðnum.]()
Forstjórar stóru fjarskiptafyrirtækjanna fjögurra eru sammála um það að bardaginn á markaðnum sé rétt að hefjast. Margir boltar eru á hreyfingu og lendingarstaður þeirra liggur ekki fyrir. Forstjóri Símans segir reglustýringu á markaðnum óvanalega mikla og myndi þiggja mildari tök regluvarða.