![Sigríður Elín Sigfúsdóttir var sýknuð í héraði. Í dag fór fram málflutningur í Hæstarétti, en ákæruvaldið áfrýjaði dómnum.]()
Ákvæði laga um markaðsmisnotkun tekur ekki til lánveitingar og því nær það ekki til aðkomu Elínar Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs hjá Landsbankanum, í Ímon-málinu. Þetta sagði Helga Melkorka Óttarsdóttir, verjandi Elínar, í málflutningi sínum fyrir Hæstarétti í dag.