![Fjöldi fólks bíður þess að fá tækifæri til að hitta ástvini sína á ný, en miðað við hvernig mál hafa þokast mun flestum ekki endast ævin til að fá ósk sína uppfyllta. Myndin tengist fréttinni ekki beint.]()
Stjórnvöld í Norður- og Suður-Kóreu hafa komist að samkomulagi um að heimila endurfundi 200 einstaklinga, 100 frá hvoru ríki, sem voru aðskildir frá ástvinum sínum í Kóreustríðinu. Michael Kirby, sérfræðingur á sviði mannréttindamála, gagnrýnir harðlega hinn litla fjölda og lotterí-kerfið sem Norður-Kórea notar til að velja viðkomandi einstaklinga.