Milli 2.500 og 3.000 manns sóttu mótmælin á Austurvelli sem fóru fram samhliða hefðbundinni þjóðhátíðardagskrá. Mótmælendur trommuðu takfast, blésu í lúðra og bauluðu á meðan á athöfninni stóð, jafnt undir ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, sem og undir þjóðsöngnum.
↧