![Gardner var í viðtali í beinni útsendingu þegar árásin átti sér stað. Fréttamaðurinn og upptökumaðurinn létust af sárum sínum.]()
Vester Flanagan reyndi ítrekað að skjóta Vicki Gardner, en tókst aðeins að hleypa af einu skoti vegna galla í byssunni sem hann notaði. Gardner er framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Smith Mountain Lake og var í viðtali við Alison Parker og Adam Ward þegar þau voru myrt af fyrrverandi samstarfsmanni í Virginíu á miðvikudag.