![Fjárfestir fylgist með þróun mála í dag.]()
Hrun varð á hlutabréfamörkuðum út um allan heim í dag vegna ótta fjárfesta við þróun mála í Kína, þar sem hægt hefur á vexti. Tiltrú markaða á getu kínverskra stjórnvalda til að draga vagninn yfir grýttan veg virðist vera að minnka, en kínversk hlutabréf hafa lækkað í verði frá miðjum júní.