![Þjóðskrá Íslands.]()
Þjóðskrá Íslands barst aldrei dánarvottorð konu, sem lést í Bandaríkjunum árið 2000, og var hún því enn þar á skrá í tíu ár eftir andlátið. Tryggingastofnun ríkisins reiðir sig á þjóðskrá til þess að vita um afdrif manna og hélt stofnunin því áfram í góðri trú að greiða út lífeyri í nafni konunnar.