![Þessi mynd er meðal þeirra sem mennirnir hafa birt frá ferðinni um Ísland. Eins og sjá má eru mennirnir á ferð utanvega.]()
Tveir skoskir karlmenn ferðast nú um hálendi Íslands á breyttum fjallatrukk. Þeir ætla að keyra upp á fimm íslensk eldfjöll í ágúst og hafa þeir státað sig á utanvegaakstri á vefsíðu sem þeir halda úti vegna ferðalagsins. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Mennirnir halda nú til Vestfjarða.