![Haukur Hákon Loftsson var ánægður með ferðina upp að Steini.]()
„Mér fannst þetta æðislegt. Það skiptir máli að fatlaðir fái líka að njóta þess sem Esjan hefur upp á að bjóða. Það eru ekki margir fatlaðir sem fá þetta tækifæri,“ segir Haukur Hákon Loftsson sem fór upp á Esjuna í dag í torfæruhjólastól með aðstoð Öryggismiðstöðvarinnar og sjálfboðaliða.