![Örin bendir á slóð þotunnar sem flaug yfir Heklu í þann mund sem eldgosið hófst. Myndin var tekin frá Laugarvatni á litla myndavél. Fyrir miðri mynd má sjá gosmökkinn sem reis ógnarhratt upp úr Heklu.]()
„Um 20 til 25 sekúndum eftir að þota flaug yfir Heklu í á að giska 30 þúsund feta hæð fór gosmökkurinn upp í gegnum slóðina eftir þotuna,“ sagði Skúli Brynjólfur Steinþórsson flugstjóri. Hann var í heyskap austur í Flóa þegar Hekla fór að gjósa 1980.