![Katrín Tanja Davíðsdóttir fær rúmar 36 milljónir fyrir sigurinn á heimsleikunum í Crossfit.]()
Góður árangur Íslendinganna á heimsleikunum í Crossfit skilar sér heldur betur í budduna. Sigurvegararnir í kvenna- og karlaflokki fá um 36 milljónir króna í sinn hlut. Annað sætið hlýtur rúmar 12 milljónir og þriðja sætið rúmar átta. Eins og áður hefur komið fram er verðlaunaféð skattskylt.