![Helgi Grímsson er nýr sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.]()
„Ég er spenntur fyrir framhaldinu og hlakka mjög til,“ segir Helgi Grímsson, nýr sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Helgi, sem hefur starfað sem skólastjóri til fjölda ára, segir Reykjavíkurborg geta boðað nýja tíma í menntamálum.