![Þorbergur Ingi var mjög sáttur en hissa á tímanum. Hann ætlaði sér alltaf að fara einn daginn undir fjórar klukkustundir, en bjóst ekki við því að það yrði í dag.]()
„Ég ætlaði einhvern tímann að fara undir fjóra tíma, en datt ekki í hug að það yrði núna.“ Þetta segir Þorbergur Ingi Jónsson, sem sigraði Laugavegshlaupið í dag á nýju brautarmeti og var fyrstur til að fara hlaupið á undir fjórum klukkustundum. Hlaupið átti upphaflega að vera æfingahlaup.