![Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.]()
Grímuklæddur maður vopnaður hníf rændi verslun Samkaupa í Hófgerði í Kópavogi um kl. 13 í dag. Hann ógnaði starfsmanni með hnífnum og hafði sig svo á brott með ránsfenginn. Hans er enn leitað en jafnvel er talið að sami maður hafi rænt verslunina á laugardag, að sögn lögreglu.