![Snerting er mikilvægur hluti mannlegra samskipta en mikilvægt er að börn læri að hún sé ekki sjálfsögð.]()
„Byrjið snemma og byrjið oft,“ segir Jane Fleishman um hvenær rétt sé að byrja að ræða við börn um líkama þeirra, kynlíf og samþykki. Fleishman og kona hennar Joan Tabachnick héldu í dag fyrirlestur á vegum Fangelsismálastofnunar um forvarnir gegn kynferðisofbeldi en þær eru báðar sérfræðingar í málaflokknum með áratugalanga reynslu.