![Hafnargarðurinn fór undir landfyllingu fyrir 76 árum en er enn merkilega heillegur.]()
Minjastofnun mun krefjast þess að hafnargarður frá fyrri hluta 20. aldar sem grafinn hefur verið upp á Austurbakka verði varðveittur að minnsta kosti að hluta til. Það mun hafa áhrif á framkvæmdaplön þar og líklega þarf að slaka á kröfum um bílageymslu, að sögn sviðsstjóra Minjastofnunar.