![Óttar Guðmundsson þekkir flestar söguhetjur Íslendingasagnanna. Þorfinnur karlsefni er þar ekki undanskilinn.]()
Eftir að hafa greint helstu hetjur Íslendingasagnanna með geðsjúkdóma eða persónuleikaraskanir í bókinni Hetjur og hugarvíl, gægist Óttar Guðmundsson geðlæknir undir rekkjuvoðir í baðstofum og skálum sögualdar í bókinni Frygð og fornar hetjur – Kynlíf í Íslendingasögum.