![Hjónin voru búsett á Akranesi.]()
Þrjú skotvopn fundust í íbúð hjónanna Guðmundar Vals Óskarssonar og Nadezdu Eddu Tarasovu að Tindaflöt á Akranesi við rannsókn lögreglu í síðasta mánuði. Guðmundur var aðeins skráður fyrir tveimur skotvopnum en lögregla vill ekki greina frá því hvaða byssu hann notaði til að myrða eiginkonu sína.