$ 0 0 Fjárhagsvandræði, þrá til þess að hafa einhverskonar tilgang og hefnd eru helstu ástæður þess að ungir Sýrlendingar ganga til liðs við samtök íslamista. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn aðgerðarsinna hópsins International Alert.