![Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, Tryggvi Kaspersen og Daníel Eldjárn Vilhjálmsson munu aka ásamt félaga sínum Helga Kristjánssyni frá Bretlandi til Mongólíu.]()
„Þetta byrjaði í haust fyrir tilviljun þegar ég vafraði um á netinu og rakst á myndbönd af hópum sem voru að taka þátt í þessu og sendi á bróður minn. Hann hugsaði sig ekki tvisvar um,“ segir Daníel Eldjárn Vilhjálmsson, sem ásamt félögum sínum tekur í sumar þátt í hinu ævintýralega Mongol Rally.