![Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi.]()
Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa frá því síðdegis í dag farið í 3 útköll og eru í því fjórða eins og er. Fyrst barst tilkynning um slys á Holtavörðuheiði, þvínæst um bráðaveikindi við Gullfoss og svo um flugvél sem missti olíuþrýsting. Um hálftíu barst svo annað útkall vegna veikinda á Suðurlandi.