![Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir.]()
Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa undanfarin ár fjármagnað fjárfestingar í Evrópu og á Íslandi með fé frá félagi skráðu í Panama. Þetta kemur fram í gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca sem Kjarninn, Stundin og Reykjavik Media hafa rannsakað.