![]()
Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi er óviðunandi og stofnar öryggi sjúklinga og starfsmanna í hættu, að sögn Rögnu Gústafsdóttur, deildarstjóra bráðamóttökunnar. Samfara fullri bráðamóttökustarfsemi er þar nú rekin heil legudeild án þess þó að rými hafi aukist eða starfsmannafjöldi sé í samræmi við álagið.