![Guðni Th. Jóhannesson, lektor í sagnfræði, fræðir viðstadda um forsetaembættið á hádegisfundi í Háskóla Íslands.]()
Íslendingar sáu forsetann frá upphafi sem sameiningartákn en honum hefur haldist misvel á því í gegnum tíðina. Forsetinn átti að geta sveiflað pólitísku vopni öðru hverju en um leið haldið á sameiningartákninu, að sögn Guðna Th. Jóhannessonar, lektors í sagnfræði.