![Af 14 dögum á ferð fengu þeir 8 sólskinsdaga. Kostelic segir að þeir hafi dottið í veðurlottópottinn.]()
Króatíski skíðamaðurinn Ivica Kostelic og félagi hans Miha Podgornik, hafa lokið ferð sinni yfir Ísland, frá Kópaskeri til Reykjavíkur. Gengu þeir mest alla leiðina á gönguskíðum, en þurftu einnig að ganga nokkra tugi kílómetra með farangur og skíðapúlku á bakinu. Luku þeir ferðinni á 14 dögum.