![Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.]()
Tekist var á um eignir í skattaskjólum í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var spurður að því hvort það kæmi sér ekki illa fyrir flokkinn að komið hefði í ljós að gjaldkeri hans hafði átt eignir í skattaskjólum erlendis en Árni sagði svo alls ekki vera enda hefði Vilhjálmur Þorsteinsson sýnt gott fordæmi með því að segja af sér.