![Maðurinn hefur birst í lífi Hrefnu með reglulegu millibili í 15 ár. Á þessu tímabili hefur Hrefna búið í fimm bæjarfélögum en það hefur ekki stoppað manninn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.]()
Í 15 ár hefur Hrefna I. Jónsdóttir þurft að glíma við mann sem hefur ofsótt hana með sms skilaboðum eftir að hún neitaði að eiga í samskiptum við hann. Þau kynntust fyrst fyrir 15 árum fyrir vestan þar sem Hrefna var búsett og hefur hann reglulega dúkkað upp í hennar lífi.