![Bráðnun Grænlandsjökuls, líkt og sjá má merki um á þessari mynd, gæti verið afdrifarík fyrir loftslag heimsins.]()
Áhrifamikill hópur vísindamanna, undir leiðsögn James Hansen, fyrrum forstöðumanns NASA-Goddard stofnunarinnar, hefur birt voveiflegar niðurstöður rannsóknar sem þykja benda til þess að áhrifa loftslagshlýnunar muni gæta mun fyrr og að þeim fylgi meiri hörmungar en áður var talið.