![Radovan Karadzic leiðtogi Bosníu Serba í réttarsalnum í dag.]()
Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur dæmt Radovan Karadzic sekan um að bera ábyrgð á þjóðarmorðunum í Srebrenica. Hann er jafnframt fundinn sekur um morð, ofsóknir og mannrán. Karadzic er dæmdur í allt að 40 ára fangelsi fyrir glæpi sína í dag.