![]()
Vegna bilunar í prentsmiðju Morgunblaðsins í gærkvöldi seinkaði prentun blaðsins. Af þessum sökum fór dreifing blaðsins úr skorðum, en verið var að ljúka við keyrslu blaðsins til blaðbera. Gera má ráð fyrir því að þeir ljúki ekki við dreifingu Morgunblaðsins fyrr en síðar í dag.