![Húsið í Vík í Mýrdal þar sem maðurinn á að hafa haldið konunum tveimur í kjallara.]()
Hæstiréttur hefur gert karlmanni sem grunaður er um mansal í Vík til að sæta nálgunarbanni í fimm mánuði. Getur hann á þeim tíma ekki sett sig í samband við eiginkonu sína, en hún er meðal þeirra sem munu bera vitni í dómsmálum gegn honum, bæði er varða meint ofbeldi gegn henni og í mansalsmáli.