![Annþór Karlsson (fremri) og Börkur Birgisson (aftari) við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í janúar.]()
Rétt tæpum fjórum árum eftir að Sigurður Hólm Sigurðsson lést í fangelsinu Litla-Hrauni er dómur yfir Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni væntanlegur á miðvikudag. Saksóknari hefur farið fram á tólf ára fangelsi yfir þeim en þeir eru sakaðir um að hafa valdið áverka sem dró Sigurð til dauða.