![Reynir Grétarsson, stjórnarformaður Creditinfo.]()
„Síðustu árin höfum við verið að redda okkur og þraukað, en nú getum við vaxið hraðar.“ Þetta segir Reynir Grétarsson, einn stofnenda Creditinfo. Hann hefur áður sagt að fyrirtækið hafi skoðað að flytja höfuðstöðvarnar út, en segir nú að ef afnámsáform gangi eftir geti fyrirtækið verið áfram hér.