![Frá Istiklal stræti í Istanbúl í dag. Sjálfsmorðssprenging varð 5 að bana og 36 manns særðust.]()
Utanríkisráðuneytið hefur enn ekki fengið neina staðfestingu á því að Íslendingur hafi lent í árásinni sem var í Istanbúl í morgun. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan borgaraþjónustu ráðuneytisins og ræðismannsins í Istanbúl hefur ekkert komið fram sem staðfestir það.