![Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF.]()
Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, lenti rétt fyrir klukkan átta í kvöld eftir að hafa skimað yfir hafið úti fyrir norðanverðum Vestfjörðum, en tilkynningar bárust síðdegis frá skipum og bátum um að þau hefðu heyrt stafræn neyðarboð á metrabylgju. Voru skip þessi þá stödd annars vegar vestur af Sauðanesi og hins vegar norðaustur af Horni.