![Stefán Jón Hafstein starfar nú í Úganda.]()
Stefán Jón Hafstein segist hugsandi yfir breyttri stöðu sem ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, um að bjóða sig ekki fram til forseta Íslands, leiðir til. Stefán Jón staðfestir að hann hafi velt fyrir sér framboði og hafi ekki aftekið neitt í þeim efnum en hann starfar nú sem forstöðumaður sendiráðs Íslands í Úganda.