![Um 80-100 hjól og 5-6 hjólastöðvar þarf til að halda hjólaleigu úti í miðborg Reykjavíkur.]()
AFA JCDecaux á Íslandi mun taka þátt í forvali Reykjavíkurborgar á rekstri hjólaleigu í borginni. Þetta staðfestir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, og segir fyrirtækið búið að bíða í nokkurn tíma eftir að borgin auglýsi eftir slíkri leigu.