![Svona er umhorfs á Hellisheiði þessa stundina. En Adam verður ekki lengi í Paradís því veðrið mun versna þegar líður á daginn.]()
Veður mun versna síðar í dag með skilum sem nálgast landið. Veðrið mun einkum versna á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði segir veðurfræðingur Vegagerðarinnar. Milli klukkan 14 og 15 mun skafa og snjóa með takmörkuðu skyggni. Undir kvöld má reikna með stormi og blindbyl á þessum slóðum.