![]()
Forstjóri Landspítalans segir undanfarna tvo mánuði hafa verið óvenju þunga á sjúkrahúsinu. Hann segir að rúmanýtingin hafi verið vel yfir 100% og það geti takmarkað getu spítalans til að bregðast við alvarlegum veikindum og slysum með fullnægjandi hætti.