![Maðurinn er ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot.]()
Mál gegn stjórnanda einkahlutafélags vegna meiriháttar brota á skattalögum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, stóð ekki skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum. Samtals námu vangoldnar greiðslur félagsins rúmum fimmtán milljónum króna.