![Vindaspáin í morgun]()
Ekkert ferðaveður er á Vestfjörðum og biður lögreglan fólk um að vera ekki á ferðinni í veðurofsanum. Allar heiðar eru ófærar og óvissustig er í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Rafmagn hefur víða farið af og björgunarsveitarmenn voru að koma í hús eftir að hafa bjargað tveimur af Hálfdáni.