![Elín með drenginn sem hún tók á móti fyrr í vikunni.]()
Landspítalinn er eins og „svíta“ miðað við aðstæðurnar sem fjórir íslenskir læknanemar starfa í í Malaví um þessar mundir. Þeim finnst erfiðast að sjá börn veslast upp og deyja úr kvillum sem eru læknanlegir við betri aðstæður en segja forréttindi að fá að fylgjast með læknunum vinna á spítala þar sem t.d. ekkert tölvukerfi er til staðar.