![Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.]()
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sendi í dag bankasýslu ríkisins bréf vegna sölu Landsbankans á eignarhluti sínum í Borgun. Bjarni segir að vissast sé, áður en lengra er haldið með söluferli bankasýslunnar á eignarhluti í Landsbankanum, að allar upplýsingar um söluna á Borgun liggi fyrir og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt.