![Bergvin Oddsson fyrrverandi formaður Blindrafélagsins.]()
Stjórn Blindrafélagsins fór offari með framgöngu sinni gagnvart Bergvini Oddssyni fyrrverandi formanni félagsins. Þá er Bergvin sagður hafa sýnt af sér dómgreindarleysi í formannstíð sinni. Þetta er niðurstaða sannleiksnefndar sem félagið setti á laggirnar en skýrsla hennar kom út í dag.