![Slæmt ástand er á girðingum að sögn Jóns, en kindur fara gjarnan inn í garðinn og éta blóm af leiðum.]()
„Móðir mín sagði mér með tár í augunum að rollur hefðu í tvígang étið öll blóm að leiði föður míns,“ segir Jón Ólafur Björgvinsson, en hann er gríðarlega ósáttur við umgengni í kirkjugarðinum á Siglufirði. Formaður sóknarnefndar segir ástandið í bænum síst verra en í öðrum kirkjugörðum landsins.