![Aung San Suu Kyi mætti við þingsetninguna í dag.]()
Nýtt tímabil hófst í stjórnmálasögu Búrma í dag þegar flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrum stjórnarandstöðuleiðtoga, tók formlega við völdum í landinu og þing var sett. Landinu hefur undanfarna áratugi verið stjórnað af herforingjastjórn, en í nóvember í fyrra vann NLD flokkur Suu Kyi stórsigur.