![Hafnarhlið Marshall-hússins. Í vinstri endanum verður sýningarrými Ólafs Elíassonar.]()
Marshall-húsið við Grandagarð í Reykjavík mun í haust fá nýtt hlutverk sem menningar- og myndlistarmiðstöð við Reykjavíkurhöfn. HB Grandi er eigandi hússins og hefur Reykjavíkurborg gert samning við fyrirtækið um leigu á húsnæðinu til fimmtán ára og mun borgin framleigja fyrrnefndum aðilum.