![Þjónustutekjur Borgunar hafa þrefaldast á fimm árum. Stærstur hluti þess er vegna erlendra viðskipta, en félagið hefur þjónustað áhættusöm viðskipti í auknum mæli.]()
Stóraukin umsvif greiðslukortafyrirtækisins Borgunar á erlendum markaði undanfarin ár má fyrst og fremst rekja til vafasamra og áhættusamra viðskipta sem önnur kortafyrirtæki vilja ekki sinna. Landsbankinn vildi ekki tengjast slíkum viðskiptum og taldi það geta haft áhrif á orðspor sitt.