![Félagarnir í partíinu sem haldið var fyrir þorrablót Stjörnunnar í gærkvöldi.]()
„Ég held að alla stráka dreymi um að eignast Lederhosen,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítala. Hann fékk boð í þorrablótspartí hjá Ólafi Má Björnssyni augnlækni sem haldið var í gærkvöldi og mætti í Lederhosen úr fjallageitaskinni og peysu og sokkum í stíl og hafði þar með betur í veðmáli.