![Skrifað undir kjarasamning ASÍ og SA á grundvelli rammasamkomulagsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ (t.v.), Björgólfur Jóhannsson, formaður SA og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA.]()
Samhliða samkomulaginu sem undirritað var milli Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands núna á sjötta tímanum er ekki að finna loforð af hálfu ríkisstjórnarinnar um lækkun tryggingargjalds, en atvinnurekendur telja sig þó hafa fengið nægjanlega gott vilyrði fyrir lækkunum á komandi árum.